Að skoða og skilja þátttökustiga Harts

Þátttökustiginn gerir öllum þeim sem vinna með börnum/unglingum kleift að meta raunverulega „þátttöku ungmenna“.

Æfingin stuðlar að sameginlegum skilningi ungs fólks á hvað lýðræðislega þátttaka er.

Deildu æfingunni með þátttakendum og kynntu umræðuefnið.

Biddu þau um að skoða þrepin átta og þátttöku stigin sem þau tákna. Biddu þau svo að lesa örsögurnar í grænu kössunum.

Þeirra verkefni er svo að finna hverri örsögu stað á stiganum með því að draga kassan á réttan stað.

Ýttu á örina til að skoða rétt svör.

Smelltu hér til að fara inn á síðuna eða veldu að deila.

Vissir þú?

Markmiðið með þátttöku ungs fólks er að ungt fólk komi saman til að nýta frelsi sitt til að grípa til sameiginlegra aðgerða um málefni sem eru þeim mikilvæg; ungt fólk starfar nefnilega sem umboðsmenn breytinga þegar þeir ögra málum eins og mismunun, misrétti, mannréttindaóréttlæti og hatursglæpi.

Lýðræði og þátttaka eru tvö lykilhugtök og undirstaða flestra samfélaga. Þau eru byggð á viðhorfum og gildum jafnréttis, sanngirni, valds og virks framlags til samfélaga.

Ábendingar til leiðbeinenda

Þegar þau hafa lokið æfingunni er gott að leiða umræðu um þátttökustigann og leita eftir þeirra skoðunum á æfingunni og mismunandi stigum þátttöku barna og unglinga.

Reyndu að gæta þess að þátttakendur gangi frá æfingunni með skilning á hvað raunveruleg þátttaka er og rétti þeirra til að taka þátt í því sem vekur áhuga þeirra (innan skynsemismarka að sjálfsögðu)

Annað sem mikilvægt er að þátttakendur læri að átta sig á hvenær verið er að nota þau í sýndarmennsku og hvað þau geta gert tilað sjá til þess að þátttaka þeirra sé raunveruleg og merkingabær.