AÐ VINNA GEGN HATURSORÐRÆÐU MEÐ MEMES

Biddu þátttakendur um að ímynda sér að þau ætli að takast á við atvik þar sem þau rekast á hatursorðræðu á netinu. Þau ætla að gera það með því að búa til meme sem talar gegn orðræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. 

Byrjum

Deildu með þátttakendum og biddu þau um að búa til meme. Þau geta notað mynd sem þau eiga sjálf með því að velja „upload immage“ eða valið úr myndum með því að velja „Select meme“

Hægt er að velja eitt af þeim atvikum sem er fjallað um í öðrum verkefnum/æfingum hér á síðunni eða skapa sitt egið

Hvettu þau til að nýta ímyndunaraflið til að skoða hvernig væri hægt að takast á við aðstæðurnar

Smelltu hér til að fara á linkinn eða ýttu á deildu takkann

Vissir þú?

Ef þú vinnur með börnum eða unglingum gegnir þú mikilvægu hlutverki við að hjálpa þeim að átta sig á réttindum sínum á netinu. Þess vegna er mikilvægt að kenna þeim að þekkja hatursorðræðu ef þau rekast á hana á netinu og gefa þeim verkfæri til að takast á við hana.

Rannsóknir á forvörnum gegn ofbeldi hafa sýnt að það ber frekar árangur að efla félagsfærni og tilfinningalæsi en að rökræða ákveðnar skoðanir eða snúa hug fólks. Unglingar sem eru vel tilfinningalæs og hafa góða samskiptafærni eru betri í að takast á við erfiðar aðstæður eins og hatursorðræðu. Þau eru því bæði ólíklegri til að taka þátt í henni og líklegri til að tala gegn henni komi hún upp.

Ábendingar til leiðbeinenda

Umræðuefnið getur verið erfitt svo mikilvægt er að skapa öruggt rými þar sem öll geta verið einlæg.