Aðföng

Tvö verkfæri voru sköpuð fyrir öll þau sem starfa við æskulýðsstarf til að nýta í forvörnum gegn hatursorðræðu, og skoðað hana í víðara samhengi t.d. í samhengi mannréttinda, lýðræðis og þátttöku. Verkfærin innihalda bæði fræðilega umfjöllun, leiki, æfingar og umræðukveikjur.

Fræðilegur grunnur aðferðafræðinnar

Þessi yfirgripsmikla handbók veitir ungmennastarfsmönnum þá þekkingu sem þarf til að vinna gegn skaðlegum frásögnum á áhrifaríkan hátt og efla skuldbindingu við grundvallargildi

Hlaða niður

Verkefni, leikir og umræðukveikjur á PDF formiActivities Handbook

Í verkfærakistunni er að finna 27 leiki, verkefni og umræðukveikjur til að leiða hópa af ungu fólki í gegnum forvarnir gegn hatursorðræðu. Leikirnir/verkefnin/umræðukveikjurnar fjalla um ýmis málefni tengd hatursorðræðu á einn eða annan hátt s.s. mannréttindi, þátttöku, lýðræði og netumhverfi.

Hlaða niður