VáviðvörunFjallað er um hatursorðræðu og dæmi tekin. Mikilvægt er að sýna hvert öðru virðingu. Ef þér líður óþægilega er þér frjálst að taka hlé eða hætta þátttöku hvenær sem er.
Stundum „normalíserum“ við hatursorðræðu, eða gefum henni minna vægi en hún raunverulega hefur. Áður en verkefnið byrjar getur þú ígrundað þetta með þátttakendum.
Skoraðu á þátttakendur að sjá hvort þeir beri kennsl á hatursorðræðu í ákveðnum aðstæðum með því að sýna þeim þetta verkefni.
Til að byrja með ættu þátttakendur að lesa varlega yfir aðstæðurnar og svara spurningunum sem fylgja. Spurningarar aðstoða við að komast að niðurstöðu um það hvort um hatursorðræðu sé að ræða eða ekki.
Þau geta einnig miðað við CHART OF DECISIONS ON HATE SPEECH til þess að átta sig á aðferðinni sem þau fylgja til þess að komast að niðurstöðu.