HVAR LIGGJA ÞÍN PERSÓNULEGU MÖRK?

Setjum mörk!

Markmiðið er að fá þa´tttakendur til að ígruna sýn mörk og ræða mörk hvers annars

Deildu æfingunni með þátttakendum og biddu þau um að lesa fyrstu fullyrðinguna

Eftir umhugsun nota þau tjáknið (emoji) til að staðsetja á línunni hver þeirr skoðun er. 

Til að hjálpa þeim að ákveða sig skaltu spyrja spurninga eins og:

Vissir þú?

Það að flest okkar verjum miklum tíma á netinu flesta daga gerir það erfitt að forðast hatursorðræðu algjörlega. Fólk á það til að færa hægt og hægt til mörk þess sem telst viðeigandi. Það er auðvitað meira um hatursorðræðu á ákveðnum vefsíðum og í ákveðnum hópum en í öðrum, en hver sem er sem notar netið til að lesa fréttir, spila tövuleiki eða til þess að tala við fólk á það á hættu að rekast á hana. Hatursorðræða getur haft sömu almennu áhrif á fólk sem verður fyrir henni og aðrar birtingarmyndi ofbeldis: hún gerir fólk kvíðið, lætur það forðast félagslegar aðstæður, og jafnvel gert ákveðnum þjóðfélagshópum erfiðara fyrir að kjósa í kosningum, s.s. konum eða fólki af erlendu bergi brotnu. Áhrif hatursorðræðu eru einnig oft minna áberandi, s.s. að persónuleg gildi og mörk fólks breytist smátt og smátt. Fólk getur t.d. orðið svo vant dónalegu orðalagi að þau kippi sér ekki upp við það lengur.