Þessu verkefni er ætlað að vekja umhugsun um mikilvægi ásetnings og samhengis. Það sem skilaboðum er ætlað að merkja og það hvernig þau eru túlkuð getur breyst gríðarlega eftir samhengi og því hvers konar tákn fylgja skilaboðunum, t.d. málfræði og tjákn. Þátttakendur eru beðnir um að ræða hvernig þeir lesa mismunandi merkingu úr skilaboðum eftir því hvers konar tjákn fylgja þeim.
Biddu þátttakedur um að raða sér eftir því sem samhengið breytist: með því að færa tjáknið til vinstri, ef það er í lagi að segja það, eða til hægri, ef það er eitthvað sem er aldrei í lagi að segja.
2024 © Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them
Þó að það séu greinileg líkindi milli hatursorðræðu innan netheima og utan þeirra, getur vettvangurinn breytt miklu, t.d. birtingarmynd hatursorðræðu. Úti á götu kemur hún oftast fram munnlega, en á netinu birtist hún oft í skriflegu eða myndrænu formi, sem myndir, myndbönd, memes, GIF o.s.frv. Þessi breyting eykur mjög tækifæri og áhættu á því að svona efni sé vistað og því deilt. Sem dæmi þá er auðvelt að senda sama hatursfulla meme-ið í mörgum mismunandi aðstæðum. Þegar það er notað í mismunandi aðstæðum getur merking meme-ins breyst og orðið meira eða minna hatursfullt eftir því hver viðtakandinn er, hverjar aðstæður eru hverju sinni og hver ásetningurinn er á bak við sendinguna.
Þar sem efni hatursorðræðu almennt getur aukið æsing og ýtt undir ágreining er mikilvægt að setja vettvang alvarleika og samkenndar
Eins og áður leiðir leiðbeinandi igrúndun með spurningum:
Næst skaltu biðja þátttakendur, í pörum eða litlum hópum, að senda hvert öðru skilaboð og ræða sín í milli hver meiningin er á bakvið þau og hvernig þau skiljast. Fyrst segir viðtakandinn frá sínum skilningi á skilaboðunum og síðan segir sendandinn frá því hver hans meining var. Mundu að pressa ekki um of á þátttöku ef einhverjum finnst það óþægilegt. Það er allt í lagi að taka þátt í hluta verkefnisins en ekki öllu.