Í LJÓSI SÖGUNNAR

Meðfylgjandi tilvitnanir hafa verið sagðar af einhverjum í gegnum söguna. Leifðu ungmennunum að spreyta sig á því að raða þeim í tímaröð og giska á hver gæti hafa sagt þær.

Svarað er með því að draga boxin inn á tímalínuna

Lausnin er fundin með því að smella á örina til hægri

Vissir þú?

Hatursorðræða er rótgróin mannlegu eðli og á sér langa sögu. Kynþáttahatur og samkynhneigð orðræða og venjur hafa verið til í langan tíma og hafa tilhneigingu til að beinast að þegar viðkvæmum hópum. Hatursorðræða hefur verið notuð af mörgum ólíkum menningarheimum til að jaðarsetja og kúga aðra, sem veldur meiri sundrung og mismunun. Markmið þess eru meðal annars afmennskun fólks eða hópa, hvatning til ofbeldis og efling fordóma byggða á meðfæddum eiginleikum.

Ábendingar til leiðbeinenda

Biddu þátttakendur að rökstyðja hvert fyrir öðru frá hvaða tíma þau halda að tilvitnanirnar séu. Markmiðið er þó ekki að fá þau öll til að vera sammála heldur að fá þau til að skoða hvernig hatursorðræða hefur birst í gegnum tíðina.

Þegar þér finnst gagnlegri ígrundun um hverja fullyrðingu lokið skaltu leiða hópinn áfram í næstu fullyrðingu óháð því hvort komist hefur verið að niðurstöðu

Ígrundun

Í lokin skaltu hvetja til umræðu um áhrif hatursorræðu á þessum tímabilum. Hvernig hatursorðræða hefur dregist saman og aukist til skiptis og hvað hefur verið eð gerast í heiminum á þeim tímum. Kom eittthvað á óvart? Er eitthvað sem er eins núna og það var árið 1940 t.d.?