Þessi athöfn veitir grunnkynningu á mannréttindum í gegnum hópleik. Þáttakendur þurfa að lýsa mismunandi mannréttindum fyrir hópinn sinn á þann hátt sem þau kjósa – nema án orða!
Það er mikið í gangi í leiknum svo það getur verið gott að vera með tvo leiðbeinendur/stjórnendur í leiknum. Þeirra hlutverk er að útskýra leikinn, minna á reglur ef þarf, passa að þáttakendur tali ekki eða svari óformlegum giskum liðsfélaga sinna og bregðast við ef það gerist. Það er hægt að útfæra leikin eftir því sem hentar hópnum með því að teikna bara, leika bara, eða leyfa tákn með tali eða nota einfaldari eða færri mannre´ttindi en þau sem eru á spjöldunum sem fylgja.
Meira ítarefni
Þetta verkefni er hægt að finna í Bókamerkis handbókinni.
Ef þátttakendur þekkja ekki til yfirlýsingarinnar skaltu gefa þeim smá tíma til að skoða samantektina og spyrja út í hana ef þau vilja.
Ígrundun um mannréttindi:
Ígrundun um hatursorðræðu:
Útskýrðu að hatursorðræða er hvreskonar tjáning sem ræðst gegn einstaklingi eða hópi á grundvelli jaðarsetningar, til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, fötlunar eða kynhneigðar. Nefndu nokkur dæmi eða fáðu dæmi hjá hópnum til frekari skýringar.
Hóp leikur: Leikreglurnar
Markmið leiksins er að safna sem felstum stigum. Hvert gisk-spjald jafngildir einu stigi (þá má alveg eins nota post-it miða í staðin fyrir gisk-spjöldin
Reglurnar:
Einn úr hverju liði sækir Mannréttindaspjald til þín eða annars stjórnanda. Þau eiga að útskýra fyrir liðinu sínu hvaða mannréttindi stendur á spjaldinu án þess að segja neitt, skrifa eða sýna spjaldið. Þau mega leika, benda, teikna en ekki nota leikmuni.
Restin af liðinu er með yfirlýsinguna hjá sér og á að reyna að giska á hverju mannréttindanna liðsfélagi þeirra er að lýsa. Þegar þau eru búin að koma sér saman um niðurstöðu, skrifa þau hana á gisk spjald og rétta þér/stjórnanda leiksins.
Ef svarið var rangt færist svarréttur til hinna liðana sem meiga giska öll í einu en þó án þess að sé leikið/teiknað fyrir þau aftur. Þau meiga giska öll í einu.
Hægt er að enda leikinn eftir eina umferð eða halda áfram. Ef haldið er áfram ætti nýr þátttakandi að draga mannéttindaspjald í hvert skipti.
Annars endar leikurinn þegar öll mannréttindaspjöldin hafa verið dregin.
Athugið!
Það eru ekki öll mannréttindi í bunkanum, í Mannréttindayfirlýsingunni er fjallað um 30 réttindi en í bunkanum eru bara 12 þeirra.
Hvert lið byrjar aðeins með sjö gisk-spjöld. Þau þurfa því að vanda ágiskanirnar því ef öll spjöldin klárast eru þau úr leik.
Upplýsingar til þeirra sem koma upp og draga spjald
Þú mátt ekki segja neitt eftir að þú færð spjaldið í hendurnar og þangað til giskið/giskin eru komin til stjórnanda leiksnis. Þú mátt teikna myndir, leika eða benda en ekki skrifa neitt og ekki nota leikmuni t.d. ef mannréttinda yfirlýsingin hengur uppi á vegg má ekki nota hana.
Ef kemur óformlegt gisk frá hónum þínum, þ.e.a.s. ef þau skrifa það ekki á spjaldið heldur spurja „er þetta mannréttindi númer …“ þá máttu ekki svara! Þú mátt hinsvegar hvetja þau, kinka kolli eða hrista hausinn ef þau spyrja um eitthvað annað, er þetta hús? ertu í fangelsi? er þetta ís?, en EKKI segja neitt.
2024 © Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them