Sýndu ungmennunum þessar úrklippur og biddu þau um að skoða hvort þar sé að hatursorðræðu að finna. Ef svo er skaltu spyrja þau eftirfarandi spurninga til ígrundunar:
Flett er á milli úrlklippa með örvunum hvorum megin við, og sjá má hvaðan klippan er með því að smella á hana.
2024 © Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them
Hatursorðræða er skilgreind af Evrópuráðinu sem „(…) öll tjáning sem dreifir, hvetur til, ýtir undir eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur sem byggist á umburðarleysi. Umburðarleysi sem er tjáð með þjóðernishyggju, mismunun og andúð á minnihlutahópum, innflytjendum og einstaklingum með innflytjendabakgrunn/af erlendu bergi brotnu?.“
Hatursorðræða getur birst í allri tjáningu, ekki bara tali heldur getur hún líka verið mynd, myndband, gif, meme o.fl. Það er algengt að ungt fólk átti sig ekki fyllilega á hvað hatursorðræða er og viðhorf þeirra munu vera misjöfn t.d. milli ólíkra hópa.
Leiðbeinandi byrjar umræðuna um úrklippurnar og æfinguna. Gott er að spyrja til dæmis:
Eftir umræðurnar býður leiðbeinandi hópnum að búa til í sameiningu skilgreiningu á því hvað hatursorðræða er. Leiðbeinandi skrifar á blað eða töflu sem er öllum sýnileg „Hatursorðræða er…“