PICTIONARY

Veljið hver á að gera fyrst

Sú manneskja velur hnappin „Fá orð“ til að fá orð til að lýsa með teikningu. Viðkomandi þarf að gæta þess að meðspilarar sjái ekki orðið.

Á meðan hann/hún/hán teiknar giska meðspilarar á hvaða orð teikningin á að tákna, munið að þau eru öll tengd lýðræði, þátttöku eða hatursorðræðu á einhvern hátt

Þegar einhver nær að giska á rétt orð er komið að næsta spilara að teikna.

Til að auka pressuna má setja tímamörk

Vissir þú?

Þið getið líka fundið sjálf fleiri orð tengd hatursorðræðu, lýðræði og þátttöku til að bæta við Pictionary leikinn.