Leikur til að hvetja til ígrundunar um hvað það er sem setur okkur í viðkvæma stöðu og hvaða þættir geta varið okkur og hjálpað til að verja gegn mótlæti.
Sum brenna fyrir því að gera mikið í aktivismamálum og vilja ná til eins margra og hægt er, á meðan öðrum finnst betra að einbeita sér að því að hafa jákvæð áhrif á sitt nærumhverfi. Að vita hvernig þú getur látið sjálfum þér líða betur þegar á móti blæs er mikilvægur hæfileiki fyrir aktivista til að koma í veg fyrir að þeir kulni. Að vita hvernig þú getur passað uppá þig sjálfa/sjálfan/sjálft er líka mikilvægt. Á meðan þú ræðir þetta ættir þú einnig að ræða það að þó það séu tl aðferðir til þess að verja sjálfan sig gegn hatursorðræðu, þá ætti fórnarlamb hatursorðræðu ekki að bera ábyrgð á því að skýla sér fyrir henni. Það er ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að hver og einn geti komið í veg fyrir alla hatursorðræðu í þeirra garð upp á eigin spýtur.
Þess vegna er þriðji hlutinn á skildinum svona mikilvægur: af því í hvert skipti sem þú getur notað þinn styrk og þín forréttindi til að verja einhvern annan, þýðir það að sá hinn sami þarf ekki að verða fyrir hatri, eða a.m.k. ekki einn síns liðs.
2024 © Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them