Til að takast á við viðkvæm málefni á borð við hatursorðræðu er mikilvægt að skapa fyrst umhverfi þar sem öll treysta sér til að taka þátt og þora að tjá sig án þess að óttast það að þau séu dæmd eða ráðist á þau. Það er kallað að skapa öruggt rými innan hópsins.
Til að ná þessu markmiði þarf ýmislegt að koma til svo innan hópsins ríki traust. Það gefur þátttakendum færi á að taka virkan þátt, virða aðra þátttakendur, stunda virka hlustiun og sem gerir að verkum að þau þora frekar að taka þátt og segja hug sinn.
Æfingin getur reynt á þátttakendur tilfinningalega. Þess vegna er mikilvægt að leiðbeinendur séu með áætlun um hvernig má takast á við það, t.d. slökunaræfingar, skilaboð til hópsins, einstaklings spjall við þátttakendur eða aðferðir fyrir hópinn til að styðja hvert annað.
2024 © Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them