TAKTU SKREF ÁFRAM

Segðu þátttakendum að þau eigi að setja sig í spor persónunnar sem þau fá úthlutað og í leiknum muni þau vera í því hlutverki.

Biddu þau um að hugsa vel út í hlutverkið og bæta jafnvel við það ef eitthvað er ósagt um persónuna (ekki breyta – bara bæta við)..

Þátttakendur spila sitt hlutverk á skjá í sínu tæki, hvert fyrir sig. Þau eru 🐼 pandan. Hin dýrin sem þau sjá tákna aðra þáttakendur í tilviljanakenndum hlutverknum.

Biddu þau að hugsa vel út í hverja spurningu fyrir sig.

Fyrir hverja fullyrðingu velja þá „Taka skref“ ef svarið þeirra er já, en „Kyrr“ ef svarið er nei.

Smelltu hér til að fara á þátttakendasíðuna eða veldu „Deila“ til að deila með öðrum

Vissir þú?

Það hvernig þú og unga fólkið sem þú leiðbeinir talið getur bæði búið til umhverfi þar sem virðing er borin fyrir öllu fólki, eða hindrað slíkt umhverfi. Hatursorðræða er leið til að venjuvæða (e. normalise) ofbeldi og aðskilja fólk í hópana „við“ og „þau“. Þegar fólk upplifir að fólk tilheyri einhverjum öðrum hóp en það sjálft gerir þeim erfiðara fyrir að samsama sig með þeim og átta sig fyllilega á mennsku þess.

Ábendingar til leiðbeinenda

Biddu þáttakendur að setja sig í hlutverk manneskjunar sem þau fá úthlutað. Sumt er þeim sagt um hlutverkið en þau þurfa líka að fylla í eyðurnar. Til að koma þeim af stað má spyrja eftirfarandi:

Ígrundun: Byrjaðu á að spyrja þátttakendur út í hvernig leikurinn fór fram og hvernig þeim fannst hann. Svo skulið þið ræða um málefnin sem koma upp í leiknum og hvort þau hafi lært eitthvað.