Tilfinningatréð

Þessi ígrundunar æfing er hugsuð til að nota með eða eftir aðrar æfingar/umræðukveikjur um þung viðfangsefni eins og hatursorðræðu. Í henni er gert ráð fyrir að fari fram ígrundun um það námið sem fór fram.

Æfinguna má nota jafnt og þétt yfir námslotuna eða bara í lokin. Ef byrjað er á ígrundunina í byrjun námslotu er gott að byrja á segja þátttakendum frá því að þau muni taka þetta upp í nokkur skipti yfir daginn. Ef ígrundunin fer fram bara í lokin er sniðugt að byrja á stuttri umræðu um hvort námið sem á undan er farið hafi haft áhrif á skoðanir þeirra á hatursorðræðu

Biddu því næst þátttakendur um að skoða fígúrurnar og myndina. Velja sér því næst fígúru sem gefur til kynna hvernig þeim líður þá stundina og staðsetja hana á myndina þar sem þau vilja. 

Sé æfingin endurtekin nokkur skipti gegnum námsferli getur verið sniðugt að loka glugganum ekk iheldur safna fleiri fígúrum inn á sömu myndina eftir því sem námslotunni líður.

Það getur verið góð viðbót að byðja þau um að deila með hvert öðru aðeins um valið sitt.

Verekfni

Tengdu saman (40 mín)

Verekfni

Ígrundun

Spurðu þátttakendur hvernig þeim fannst æfingin og hvort þau hafi lært af henni. Hér á eftir fara nokkur dæmi af spurningum sem nota má til að leiða umræðuna áfram:

Vissir þú?

Nám sem fer fram í æskulýðsstarfi þarfnast þess að leiðbeinandi sé stöðugt að meta æfingarnar/verkefnin. Þannig er hægt að bregðast við því sem upp kemur og aðlaga að þörfum hópsins, hvort sem er æfinguna sjálfa eða umfjöllunarefnið. Þannig gætir leiðbeinandi þess að áhrifin á þátttakendur séu jákvæð og sem mest.