Um námsefnið

Um námsefnið

#B4H8 námsefnið og kennsluleiðbeiningar er ætlað til notkunar í hverskyns æskulýðsstarfi. Í kennsluleiðbeiningunum er bæði fræðsla um hatursorðræðu til að auka skilning leiðbeinenda og ýmis verkfæri, svosem verkefni, leiki og umræðukveikjur til að auka færni og sjálfstraust til að leiða hóp ungmenna gegnum forvarnir gegn hatursorðræðu. Námsefninu er ætlað að ýta undir gagnrýna hugsun og virka þátttöku í samfélagsumræðu, og gera ungmennum þannig kleift að vinna gegn hatursorðræðu á þann hátt sem þeim hugnast best.

Netvettvangur

Hér finnur þú verkefni, leiki og umræðukveikjur. Allt ætlað æskulýðsstarfsfólki sem vill leiða ungt fólk í vinnu um forvarnir gegn hatursorðræðu.

#B4H8 námsefnið og kennsluleiðbeiningar er ætlað til notkunar í hverskyns æskulýðsstarfi. Í kennsluleiðbeiningunum er bæði fræðsla um hatursorðræðu til að auka skilning leiðbeinenda og ýmis verkfæri, svosem verkefni, leiki og umræðukveikjur til að auka færni og sjálfstraust til að leiða hóp ungmenna gegnum forvarnir gegn hatursorðræðu. Námsefninu er ætlað að ýta undir gagnrýna hugsun og virka þátttöku í samfélagsumræðu, og gera ungmennum þannig kleift að vinna gegn hatursorðræðu á þann hátt sem þeim hugnast best.
Til að finna verkefni sem hentar getur þú valið tímalengd, erfiðleikastig, undirbúning eða viðfangsefni

Skoða verkfærakistu

Niðurhal

Hér er að finna tvö PDF skjöl á ensku sem hægt er að hlaða niður, annars vegar ítarlegri útgáfu af fræðilegri umfjöllun um viðfangsefnið og hins vegar „Verkfærakistuna“.

Meira

Hvernig nota ég námsefnið?

Til að vinna að hatursorðræðu með ungu fólki geturðu valið þá samsetningu sem hentar þínum þörfum best. Hvort sem þú vilt nota aðeins netvettvanginn, aðeins það efni sem hægt er að hala niður eða sambland af hvoru tveggja. Hvaða leið sem þú velur til að vinna að fræðslu um hatursorðræðu er góður kostur.
Allt efni síðunar getur þú notað frítt. Best er að byrja á að skoða efnið og velja það sem hentar þínum hóp.